Barokkhátíð á Hólum í Hjaltadal hófst á fimmtudaginn s.l. og lýkur sunnudaginn 30. júní. Fjölbreytt dagskrá er í boði á þessari fimmtu hátíð sem haldin hefur verið að Hólum.

Dagskráin í dag og á morgun sunnudag.

29. júní, laugardagur
9.00 Morgunleikfimi við Auðunarstofu í umsjón Ingibjargar Björnsdóttur
9.30-11.00 Dansnámskeið – Ingibjörg Björnsdóttir kennir
11.00-12.00 Æfingar
12.00-12.30 Hádegisverður
12.30-13.15 Hádegistónleikar í Auðunarstofu. (óákveðið, líklega strengjasveitartónleikar)
13.30-14.30 Dansnámskeið í sal Hólaskóla – Ingibjörg Björnsdóttir kennir
14.30-15.30 Fyrirlestur í Auðunarstofu. Sálmahandrit og hannyrðir kvenna á Hólum og í Gröf. Margrét Eggertsdóttir, bókmenntafræðingur á Árnastofnun, talar um tengsl og samspil handrita og prentaðra bóka á Hólum
15.30-16.00 Síðdegishressing
15.30-16.45 Hljómsveit hátíðarinnar æfir með dönsurum
17.00-18.30 Tónleikar í Hóladómkirkju: Affetti cantabili – Litbrigði í ítölsku barokki. Kvartettinn Un’altra ondata frá Finnlandi leikur verk eftir Tarquinio Merula, Dario Castello, Biagio Marini, Giovanni Pablo Cima, Giovanni Battista Bassani, Marco Uccelini og Salomone Rossi. Kvartettinn skipa: Petri Arvo blokkflauta, Anni Elonen barokkfiðla, Louna Hosia selló og gamba, Julia Tamminen orgel og semball
19.00 Barokkkvöldverður í sal Hólaskóla. Óskað er eftir að þátttakendur á hátíðinni troði upp með ýmis atriði, gamanmál, tónlist, leiklist, ræður eða annað skemmtilegt. Dreift verður nótum að léttum barokksönglögum og æft saman. Loks verður slegið upp barokkballi með undirleik hljómsveitar hátíðarinnar.

30. júní, sunnudagur
11.00 Barokkmessa í Hóladómkirkju
12.30 Hádegisverður
14.00 Lokatónleikar Barokkhátíðar 2012 í Hóladómkirkju. Hljómsveit hátíðarinnar leikur. Úrval af því efni sem unnið hefur verið með á hátíðinni