Lóð Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði hefur tekið miklum breytingum síðustu árin. Búið er að endurnýja stóran part lóðarinnar og eru nú mun öruggari og barnvænni tæki í boði fyrir nemendur og gesti. Áður fyrr var malbik yfir allri lóðinni, rólur og kastali og hættulegur brettapallur sem var tekinn fyrir nokkrum árum. Sparkvöllurinn hefur þó verið í nokkur ár og frábær afþreying. Síðastliðið sumar og haust voru gerðar miklar endurbætur og er nú undirlagið við leiktækin úr gervigrasi sem dregur úr slysahættu við leik nemenda.
Endurbótum lýkur í vor þegar verður settur upp körfuboltavöllur.