Barnasýning Þjóðleikhússins í Fjallabyggð

Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 10:00 mun Þjóðleikhúsið koma til Fjallabyggðar og bjóða 5-6 ára börnum að njóta barnasýningar í boði leikhússins. Þjóðleikhúsið hefur undanfarin átta ár boðið börnum í elstu deildum leikskóla höfuðborgarsvæðisins árlega í leikhúsið, til að njóta leiksýninga.

Þjóðleikhúsið er leikhús allra landsmanna og þess vegna hefur Þjóðleikhúsið ákveðið að fara með leikferð um landið og gefa börnum á landsbyggðinni tækifæri á að kynnast töfraheimi leikhússins líka.

Sýningin heitir Lofthræddi örninn hann Örvar. Björn Ingi Hilmarsson er leikstjóri sýningarinnar. Oddur Júlíusson leikur öll hlutverkinn og segir söguna með látbragði, söng, dansi og leik.

Leikritið fjallar um Örvar, sem er örn, en er svo skelfilega óheppinn að vera lofthæddur. Hann þráir auðvitað heitt að fljúga um loftin blá og með hjálp vinar síns, músarrindilsins, tekst honum að lokum að yfirvinna ótta sinn og fljúga.

orvar-auglysing