Sunnudagurinn 28. október verður barnastarf kl. 11:00 í Ólafsfjarðarkirkju og helgistund á Hornbrekku kl. 14:30.  Guðsþjónusta verður kl. 20:00 þar sem látinna er minnst.

Lísa Hauks syngur ásamt Kirkjukór Ólafsfjarðar við undirleik Ave Köru Sillaots. Kerti frá Iðju dagvist á Siglufirði verða seld í kirkjugarðinum að lokinni guðsþjónustunni á 500 kr. stykkið.