Barnamenningarhátíð er nú haldin í fjórða sinn dagana 10. – 13. september í Dalvíkurbyggð. Ýmislegt er í boði fyrir unga fólkið svo sem krakkazumba, matarsmiðjur, tjillað í Tónó, brimbrettasmiðja, legó smiðja, listasmiðja og klifursmiðja. Fjölskyldan er líka hvött til að taka þátt í fjölskylduratleik í Böggi sem og að mæta á stórtónleika Snorra Got Talent og Írisar Hauks í Bergi Menningarhúsi. Einnig geta nemendur úr 1. – 7. bekk tekið þátt í að kjósa um Bestu barnabókina 2013.
Frítt er í allar smiðjur og viðburði en í sumar smiðjurnar þarf að skrá börnin. Skráning hefst þriðjudaginn 9. september kl. 13:00 og taka skal fram að takmarkaður fjöldi kemst í hverja smiðju.