Barna- og unglingatónleikar og rappsmiðja í Pálshúsi

Stelpurófan er listamannsnafn Þorgerðar Maríu Þorbjarnardóttur sem er meðlimur hljómsveitarinnar Krakk og Spagettí. Stelpurófan semur rapplög og á Berjadögum mun hún flytja fjörug lög allt frá Lagarfljótsorminum til Fresca. Krakkar og unglingar eru hvattir til að mæta og hitta Stelpurófuna í rappsmiðjunni á eftir.  Viðburðurinn er í dag í Pálshúsi í Ólafsfirði og hefst kl. 14:00.

Rappsmiðja

Að flutningi loknum mun Stelpurófan segja frá rappinu sem krefst ekki bara textasmíðar heldur þarf að búa til tölvugerðan takt. Gestir fá að skyggnast inn í græjuheim Þorgerðar Maríu og skrafa um rappið í Pálshúsi. Allir velkomnir.