Nýprent barna-og unglingamótið í golfi verður haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki laugardaginn 27.júní. Mótið hefst kl. 08:00 og verða elstu ræstir út fyrst og yngstu síðast. Ræst verður í tvennu lagi og verðlaunaafhending verður einnig í tvennu lagi. Mótið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna. Mótið er flokkaskipt og kynjaskipt. Nánar á gss.is
Flokkarnir eru þessir:
- 17-21 ára piltar og stúlkur – 18 holur(piltar á hvítum teigum)
- 15-16 ára drengir og telpur – 18 holur
- 14-ára og yngri strákar og stelpur – 18 holur
- 12 ára og yngri strákar og stelpur sem spila 9 holur
- Byrjendaflokkur strákar og stelpur spilar 9 holur af gullteigum