Barið í brestina hjá Leikfélagi Sauðárkróks

Æfingar standa nú yfir hjá Leikfélagi Sauðárkróks á gamanleiknum Barið í brestina eftir Guðmund Ólafsson. Frumsýnt verður á opnunardegi Sæluviku Skagfirðinga þann 26. apríl næstkomandi.

Leikurinn gerist á heilbrigðisstofnun sem einnig er elliheimili og koma þar við sögu starfsmenn stofnunarinnar, vistmenn, bæjarstjóri og ráðherra.
Þá er minnst á færeyskan fótboltamann og magaspeglunartæki sem ráðherrann hefur mikinn áhuga á að skoða.

Fimmtán leikarar taka þátt í uppsetningunni. Flestir hafa áður komið við sögu félagsins, en einnig eru nokkrir að stíga sín fyrstu skref á sviðið með félaginu.  Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson sem er nú að leikstýra í sjöunda skiptið hjá félaginu.
blogg.744.orginal

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: skagafjordur.net/ls