Barðsmenn ehf. hafa tekið við rekstri sjoppunnar Videóvals á Siglufirði, en húsnæðið og reksturinn var auglýstur til sölu í haust var síðasti opnunardagurinn á gamlársdag 2023.
Í tilkynningu frá nýjum rekstraraðila þá kemur fram að ísinn verður á sínum stað og er stefnt að því að opna 2. febrúar 2024.
Rekstraraðilar hafa unnið að því að gera staðinn kláran fyrir opnun og eru nýjar vörur að koma inn.
Barðsmenn eru einnig rekstraraðilar Skíðasvæðisins á Siglufirði og Golfskálans ásamt að sjá um umhirði golfvallarins Siglógolf.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir íbúa í Fjallabyggð og verður gaman að fylgjast með þessu verkefni áfram.