Bannað að sleppa hundum lausum við nýja golfvöllinn á Siglufirði

Vegna framkvæmda við nýjan golfvöll í Hólsdal á Siglufirði er brýnt fyrir hundaeigendum að óleyfilegt er að sleppa hundum þar lausum samkvæmt bókun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 22. ágúst 2012.
Nefndin samþykkti nýtt svæði þar sem hægt er að sleppa hundum lausum og er það í vestanverðum Skútudal.