Árni Helgason ehf, eigandi Aðalgötu 14 í Ólafsfirði hefur sótt um byggingaleyfi og leyfi um breytta notkun á gamla bankahúsinu. Breytingar verða gerðar innanhúss svo þar rýmist  sjö gistieiningar.  Byggingaráform hafa verið samþykkt og verður gefið út byggingaleyfi þegar öll gögn hafa borist.
Breytt starfsemi í húsinu samræmist aðalskipulagi Fjallabyggðar verandi á miðsvæði þar sem m.a. er gert ráð fyrir starfsemi hótels, veitinga- og gistihúsa.
Brunastigi á teikningu nær út fyrir lóðarmörk og gera þarf breytingu á lóðarmörkum áður en byggingarleyfi er gefið út.
Mjög áhugavert  verkefni og verður frábært að fylgjast með þessu næstu mánuði.  Margir hafa velt því fyrir sér hvað yrði gert við húsið eftir að Arion banki seldi það, en nú er ljóst að það verður gististarfsemi í hluta hússins.