Bandarískur varnarmaður til KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur samið við Cameron Botes, varnarmann sem kemur frá Bandaríkjunum. Hann hefur spilað í háskólaboltanum úti og er menntaður viðskiptafræðingur frá Lipscomb Háskólanum í Nashville. Hann er stór og stæðilegur varnarmaður, er 193 cm á hæð. Hann er fæddur og uppalinn í Charlotte í Norður Karólínu fylki, og verður 27 ára í sumar. Hann er kominn til Fjallabyggðar og tilbúinn að berjast um sæti í liði KF í sumar.

Hann fékk leikheimild í dag með liðinu og verður vonandi klár í slaginn í fyrstu leikjum Íslandsmótsins.

Cameron Botes