Bandaríkin voru stærsta markaðssvæði norðlenskrar ferðaþjónustu á síðasta ári, rétt eins og á landinu öllu. Um 4% aukning varð á seldum gistinóttum til Bandaríkjamann miðað við árið áður, en mesta fjölgunin var í seldum gistinóttum til Kínverja eða um 17%, þar á eftir komu Ítalir með 9% aukningu. Þjóðverjum fækkaði hlutfallslega mest ásamt Svisslendingum, en Þjóðverjum fækkaði um 12% á milli ára á Norðurlandi og Svisslendingum um 9%. Þjóðverjar eru engu að síður í öðru sæti yfir keyptar gistinætur á Norðurlandi.

Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni sem Markaðsstofa Norðurlands hefur tekið saman fyrir sitt svæði og borið saman við fyrri ár, auk þess að skipta Norðurlandi í þrjú svæði samkvæmt áfangastaðaáætlun.

Í takti við þróun ársins 2018 varð aukning á seldum gistinóttum á svokölluðum „öxlum“ sem eru apríl-maí og september-október, og yfir vetrartímann sömuleiðis. Seldum gistinóttum yfir sumarið fækkaði hinsvegar og því er heildarfjöldi seldra gistinátta nánast sá sami og árið áður.

Markaðsstofa Norðurlands hefur tekið saman áhugaverða skýrslu úr tölum frá Hagstofunni fyrir árið 2019.

Akureyrarflugvöllur