Banaslys á Ólafsfjarðarvegi

Um kl. 15:30 í dag varð alvarlegt umferðarslys þriggja bifreiða við vegamót Ólafsfjarðarvegar og Skíðadalsvegar. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabifreið. Einn aðili lést er á sjúkrahús var komið og líðan hinna er eftir atvikum. Vegurinn var lokaður í báðar áttir um tíma.
Rannsókn lögreglu stendur yfir á tildrögum slyssins.