Nú styttist í að þáttaröðin Ófærð verði sýnd á Ríkissjónvarpinu, en hún var meðal annars tekin upp á Siglufirði í janúar til mars á þessu ári. Um 70 manna lið var á Siglufirði og lokuðu meðal annars götum við gerð nokkurra atriða og var fólk beðið um að slökkva öll ljós og halda sig inni meðan að tökur voru á vissum svæðum. Nú er hægt að sjá myndir á bakvið tjöldin sem teknar eru á Siglufirði.

Andri (Ólafur Darri Ólafsson) er lögreglustjóri í litlum bæ úti á landi. Hann býr með dætrum sínum á heimili tengdaforeldra sinna en eiginkona hans er flutt til Reykjavíkur og tekin saman við annan mann. Hann er ekki tilbúinn að sætta sig við að hjónabandið sé á enda og því er líf allrar fjölskyldunnar í millibilsástandi. Þegar sundurlimað lík finnst í firðinum breytist hinsvegar allt.

Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg Filipusdóttir, Bjarne Henriksen.

Leikstjórar: Baltasar Kormákur og Baldvin Zóphóníasson.