Bændur við Grenivík gengu seinni göngu

Sauðfjárbændur í Grýtubakkahreppi fóru í göngur í morgun eftir að búið var að moka Leirdalsheiðina. Talið er að nú sé jafnvel meiri snjór á heiðinni en í seinni göngum í fyrra. Gert er ráð fyrir að menn frá Björgunarsveitinni á Grenivík fari á vélsleðum og aðstoði bændur við leit á heiðinni um helgina.

14131_323834707760601_213363763_n
Ljósmynd: Þórarinn Pétursson.