Bænastund á Ólafsfirði vegna banaslyss á togara

Bænastund verður haldin á Ólafsfirði á morgun vegna banaslyss í togaranum Sigurbjörgu ÓF. Skipverji lést í vinnuslysi um borð í togaranum þar sem hann var út af Straumsnesi á Ísafjarðardjúpi.

Kallað var eftir aðstoð úr skipinu á níunda tímanum í morgun og flaug þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvang. Læknir seig um borð í togarann og úrskurðaði manninn látinn. Sigurbjörg ÓF sigldi til Ísafjarðar þar sem lögreglumenn tóku skýrslu af vitnum og prestur hitti skipverjana.

Heimild: Rúv.is