Bæjarstjórnarfundir Fjallabyggðar streymt í beinni útsendingu

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar hefur lagt til að bæjarstjórnarfundir Fjallabyggðar verði teknir upp og þeim streymt í beinni útsendingu með það að leiðarljósi að auka gagnsæi og aðgengi íbúa að upplýsingum um sveitarfélagið.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillöguna og hefur falið bæjarstjóra að vinna tillögu að útfærslu og leggja fyrir bæjarráð.