Ályktun bæjarstjórnar Fjallabyggðar vegna samruna Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf. sem tekin var fyrir á fundi stjórnarinnar, 12. apríl síðastliðinn.
Héðinsfjörður - Fréttavefur í Fjallabyggð
Paradís í Fjallabyggð ------> [magnus@hedinsfjordur.is]
Þann 20. mars síðastliðinn gaf Samkeppniseftirlitið grænt ljós á samruna Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf. sem hafði áður verið samþykktur af stjórnum félaganna tveggja í lok síðasta árs. Við samruna félaganna tveggja verður til nýtt og öflugt fyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi sem mun ráða yfir um 8% af heildaraflaheimildum á Íslandsmiðum. Þrátt fyrir að ýmsir tæknilegir fyrirvara séu enn þá á samrunanum er einsýnt að af honum verður.
Sjávarútvegur er og verður einn af burðarstólpum atvinnulífs í Fjallabyggð. Samfélagið í Fjallabyggð er mjög háð því að vel gangi hjá fyrirtækjum í hafsækinni starfsemi. Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur í mörg ár átt gott samstarf við Ramma hf. og væntir þess að svo verði áfram við hið nýja sameinaða félag.
Um leið og bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar hinu nýja öfluga félagi velfarnaðar, vill bæjarstjórnin minna á og brýna fyrir nýju félagi þá miklu samfélagslegu ábyrgð sem félagið ber gagnvart samfélaginu í Fjallabyggð.