Bæjarstjóri Fjallabyggðar lætur af störfum

Fréttatilkynning frá bæjarstjórn Fjallabyggðar.

Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur óskað eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri sveitarfélagsins af persónulegum ástæðum. Sigurður hefur verið bæjarstjóri Fjallabyggðar frá árinu 2010. Starfslokin eru gerð í fullri sátt við bæjarstjórn og er Sigurði þakkað fyrir vel unnin störf og honum og fjölskyldu hans óskað velfarnaðar í framtíðinni.

F.h. bæjarstjórnar Fjallabyggðar,

Steinunn María Sveinsdóttir formaður bæjarráðs
Kristinn Kristjánsson varaformaður bæjarráðs

Yfirlýsing frá Sigurði Val Ásbjarnarsyni, bæjarstjóra:

Í bréfi mínu í dag til bæjarstjórnar Fjallabyggðar hef ég óskað eftir því að fá lausn frá störfum sem bæjarstjóri Fjallabyggðar. Ástæða uppsagnar minnar er fyrst og fremst af persónulegum ástæðum og eru starfslokin gerð í fullri sátt við bæjarfulltrúa.

Ég vil þakka bæjarfulltrúum Fjallabyggðar fyrir ánægjulegt samstarf um leið og ég óska þeim góðs gengis við störf sín fyrir samfélagið.

Einnig þakka ég starfsmönnum bæjarfélagsins fyrir góð kynni og gott samstarf. Margt hefur áunnist frá árinu 2010 en mörg spennandi verkefni eru framundan. Staða sveitarfélagsins er sterk og ég er stoltur af þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum árum.

Ég vil að lokum nota tækifærið og þakka íbúum Fjallabyggðar fyrir gott samstarf um leið og ég óska bæjarfélaginu alls hins besta.

Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Texti: Aðsent efni.