Bæjarstjóri Fjallabyggðar kaupir bíl eftir óhapp

Gunnari Ingi Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur fengið samþykki til að leita að notuðum bíl eftir að stjórnsýslubifreið Fjallabyggðar skemmdist í óhappi í lok janúar. Tjón var það mikið að tryggingarfélagið hefur samþykkt að greiða bætur fyrir bifreiðina. Ekki liggur fyrir hvort meiðsl hlutust í þessu óhappi eða hvaða bíltegund verður fyrir valinu fyrir notaða stjórnsýslubifreið Fjallabyggðar.

gunnarIBirgisson