Bæjarráð vísar erindum til fjárhagsáætlunar 2012

Bæjarráð Fjallabyggðar fór yfir eftirfarandi mál í gær og var erindum vísað til fjárhagsáætlunar 2012, en nokkrum málum var þó hafnað í þetta skiptið.

Vert er að minnast á Bæjarráð hefur samþykkt að upplýsingamiðstöð Ferðamála verði óbreytt frá því í fyrra, en hún var með aðsetur í Héraðs- og skjalasafni Siglufjarðar.

Einnig hefur verið samþykkt að sömu aðilar og í fyrra sjái um Síldarævintýrið 2012.

• Fyrirspurn um að halda bíósýningar í Tjarnarborg.
Erindi hafnað.
• Lagning á ljósleiðara til Siglufjarðar.
Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
• Fjárrétt vestan við bæinn Kálfsá og aðhaldsrétt vestan við Ós.
Erindi hafnað.
• Reglur um starfs- og endurmenntun fyrir starfsmenn Fjallabyggðar.
Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
• Íslandsmót öldunga í blaki.
Bæjarráð hafnar fjárveitingu umfram tillögu frístundanefndar í fjárhagáætlun 2012.
• Innheimtuþjónusta fyrir Fjallabyggð.
Bæjarráð frestar útboði á innheimtu.
• Náttúrugripasafn og Listasafn í eigu Fjallabyggðar.
Afgreiðslu frestað og ekki er gert ráð fyrir fjármunum á fjárhagsáætlun 2012.
• Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar.
Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
• Ósk um styrk vegna uppbyggingar strandblakvallar.
Bæjarráð hafnar fjárveitingu umfram tillögu frístundanefndar í fjárhagáætlun 2012.
• Kostnaður vegna malbikunar á plani við Lækjargötu 14.
Ekki er gert ráð fyrir þessu verkefni í fjárhagsáætlun 2012.
• Starfsemi upplýsingamiðstöðvar í Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir að fyrirkomulag verði óbreytt 2012.
• Bréf Hestamannafélagsins Gnýfara frá 14. ágúst 2011, reiðvegir, ræsi o.fl.
Bæjarráð samþykkir að vísa þeim atriðum sem ófrágengin eru til umfjöllunar við fjárhagsáætlun 2013.
• Kostnaðaráætlun v. breytinga á húsnæði Menntaskólans Tröllaskaga.
Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
• Síldarævintýri 2012.
Bæjarráð samþykkir að sömu aðilar taki að sér verkefnið.
• Styrkbeiðni frá Hestamannafélaginu Gnýfara er tengist gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöldum og  kaldavatnsinntaki af nýrri reiðskemmu að upphæð 2,9 milljónir.
Bæjarráð samþykkir styrk vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.
• Kirkjugarður á Siglufirði 1. áfangi.
Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
• Refa- og minkaveiði.
Gerð er tillaga um ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun 2012.
• Umsókn Sigurjóns Magnússonar um styrk vegna safns.
Bæjarráð hafnar erindinu.