Bæjarráð Fjallabyggðar vill stækka líkamsræktarstöðina á Ólafsfirði

Tillögur eru uppi um að byggja 60 m² viðbyggingu við gömlu búnings- og gufuaðstöðuna í Líkamsræktarstöðinni á Ólafsfirði.
Núverandi húsakostur telst óviðunandi. Þar eru mikil þrengsli og lítil lofthæð. Gróf kostnaðaráætlun gefur til kynna að kostnaður gæti verði um 10 m.kr. Við þessa stækkun yrði tekjuaukning á stöðinni og gera má ráð fyrir að framkvæmdin skili bæjarfélaginu hagnaði eftir 7 ár.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lagt til við bæjarstjórn að umræddar tillögur verði teknar til skoðunar um leið og byggingarframkvæmdum við grunnskóla Fjallabyggðar er lokið.