Bæjarráð Fjallabyggðar vill hefja strax útrýmingu meindýra

Umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar hefur lagt fram upplýsingar til Bæjarráðs Fjallabyggðar um útrýmingu og varnir gegn meindýrum á Siglufirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar vill ráðast strax í aðgerðir og hefur óskað eftir því að umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar gangi frá samningum við Meindýravarnir Eyjafjarðar ehf.