Bæjarráð Fjallabyggðar mótmælir harðlega drögum að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem byggja á niðurstöðum starfshóps um endurskoðun á regluverki sjóðsins.

Verði drögin samþykkt óbreytt þá munu framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Fjallabyggðar minnka um 34.600.000 kr. og vandséð hvernig því yrði mætt án þess að til kæmi skerðing á þjónustu.

Bæjarráð Fjallabyggðar gerir því verulegar athugasemdir við tillögur að breytingum á regluverki sjóðsins og gagnrýnir harðlega knöpp tímamörk umsagnarfrests í svona mikilvægu máli.

Innviðaráðuneytið vakti athygli á því að í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið kynntar gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Breytingarnar miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins.