Bæjarráð Dalvíkurbyggðar styrkir Berg Menningarhús um tæpar 2.millj.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að það veiti leyfi til breytinga á neðri hæð í Bergi menningarhúsi auk þess að veita fjárframlag. Um er að ræða breytingar vegna stækkunar á eldhúsi þannig að eldhús yrði fært að hluta til yfir í þar sem nú er skrifstofa bókasafnsins og skrifstofa bókasafnsins yrði færð upp á efri hæð.  Samþykkt hefur verið að styrkja Menningarfélagið Berg að upphæð kr. 1.990.000 með vsk vegna ofangreindra breytinga.