Bæjarráð Akureyrar heimilar 40 milljón króna lán til B.A.

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt lántöku Bílaklúbbs Akureyrar að upphæð 40 milljón króna vegna uppbyggingar á akstursíþróttasvæði og ökugerði á Akureyri.Fulltrúar Bílaklúbbs Akureyrar eru þeir Kristján Þ. Kristinsson, Þórður Helgason og Sigurður Ágústsson. Húseign klúbssins við Frostagötu verður veðsett fyrir láninu.