Bæjarráð Akureyrar hækkar ekki laun fulltrúa

Bæjarráð Akureyrar hefur beint því til Alþingis að bregðast við ákvörðun kjararáðs um þingfararkaup með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði. Jafnframt hefur bæjarráð Akureyrar samþykkt að ekki verði gerðar breytingar á launum kjörinna fulltrúa og nefndafólks í samræmi við úrskurð kjararáðs í lok október síðastliðinn á meðan Alþingi hefur ekki fjallað um málið.

Akureyri