Bæjarlistinn á Akureyri óhress með styrkveitingu til Siglingaklúbbsins Nökkva

Bæjarlistinn á Akureyri er óhress með stjórnsýsluna sem veitti 1.000.000 kr styrk til Siglingaklúbbsins Nökkva vegna kaups á nýjum björgunarbáti.  Telja þeir afgreiðsluna og forsögu hennar bera vott um arfaslaka stjórnsýslu.  Það sé með öllu ótækt að lofa fé til kaupa á björgunarbáti án aðkomu nefnda eða bæjarráðs.  Segir Bæjarlistinn að verkefnið er þarft en afgreiðslan afleit.