Þórarinn Hannesson, Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2013 segir það mikinn heiður fyrir sig og sín störf að menningarmálum í Fjallabyggð að hafa fengið útnefninguna í ár.  Hann sér fram á annríkt ár og gengur með margar hugmyndir í kollinum sem hann vill láta verða að veruleika.

Á þessu ári stefnir hann að því að gefa út eina ljóðabók sem hann er að verða hálfnaður með, a.m.k. einn geisladisk, semja leikþátt og leika í honum, koma fram 50-60 sinnum til að flytja tónlist, standa fyrir ýmsum viðburðum á Ljóðasetri Íslands, skipuleggja og stýra sjöundu ljóðahátíðinni á Siglufirði, skrifa og gefa út 5. hefti af gamansögunum og jafnvel eitthvað fleira. Frá þessu og mörgu fleira greinir hann á bloggsíðu sinni.

Þórarinn Hannesson