Forstöðumaður Ljóðasetursins segir frá því á heimasíðu safnsins að það sem eftir lifi vetrar verði boðið upp á a.m.k. kosti einn viðburð í hverjum mánuði.

Fimmtudaginn 24. janúar kl. 17.30 verður athöfn á setrinu þar sem forstöðumaður þess, Þórarinn Hannesson, verður formlega útnefndur Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2013. Fjallabyggð býður upp á léttar veitingar af þessu tilefni og eflaust munu einhver ljóð og fleira skemmtilegt hljóma.

Allir velkomnir að líta inn á Ljóðasetrið af þessu tilefni.

Heimasíðu Ljóðasetursins má finna hér.

Heimild: www.ljodasetur.123.is