Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin dagana 24.-26. júní næstkomandi. Á fimmtudaginn sameinast íbúar við að skreyta götur og um kvöldið verður sameiginlegt þorparagrill á Höfðaborg. Markaður verður í Konugsverslunarhúsinu og um kvöldið verður miðnæturskemmtiskokk. Á föstudag verður gönguferð, kjötsúpa, BarSvar og sundlaugarpartý fyrir börn og unglinga. Um kvöldið verður dansleikur með Ástarpungunum frá Siglufirði. Dagskránna fyrir laugardaginn 25. júní má sjá hér að neðan.
Dagskrá
Laugardagur 25. júní
10:00, prjónahittingur. Sonja Finns býður upp á kennslu í tækniatriðum. Kaffi og konfekt. Staðsett í norðursal í Höfðaborg.
11:00, fjör í fjöru
-Fjársjóðsleit Stefýjar Björgvins. Mæting við Retro Mathús. Hentar börnum á leikskólaaldri.
-Sjósund, Inga Heiða sjósundsdrottning leiðbeinir og hvetur. Gott að hafa meðferðis sundskó/vaðskó og handklæði/slopp. Munið að borða áður farið er í sjóinn.
-Dorgveiði á vestari bryggjunni (11:30). Börn eru á ábyrgð foreldra. Verðlaun fyrir þyngsta og léttasta fiskinn.
12:00-16:00, bændamarkaður. Lifandi tónlist á pallinum við Pakkhúsið.
13:00, Hofsósingur.is, Finnur Sigurbjörnsson verður í Grettisbúð (gömlu slökkvistöðinni) og tekur á móti fólki sem vill koma gömlum myndum á rafrænt form. Alls konar gamlar myndir og góðar sögur.
Björgunarsveitin Grettir sýnir tækjakost fyrir utan Grettisbúð.
13:00-16:00, markaður í Höfðaborg og sölubíll smáframleiðenda verður á svæðinu.
13:00, fyrir börnin:
-listasmiðja Verðandi á Þangstöðum (til kl. 14:00).
-hoppukastalar, ærslabelgur, aparóla
– andlitsmálun
– sápubolti
– kubbvellir
13:00, Hofsósleikar, kappát, boðhlaup, reipitog og önnur klassík. Ætlað fullorðnum.
14:00-17:00, opnun Dalaseturs í Unadal. Allir velkomnir. Léttar veitingar í boði.
14:00-16:00, veltibíllinn við Höfðaborg í boði Fisk Seafood.
16:00-16:40, diskóstuð í Höfðaborg, limbó, hókí pókí, ásadans og aðrir leikir. Karamelluregn í lokin.
17:00, bjórsmökkun frá Bjórsetri Íslands. Smakkaðar verða 6-8 tegundir. Farið yfir gerð og sögu bjórsins. 4000 kr. á mann. Uppselt.
20:00, skrúðganga. Leið skrúðgöngu: austur kirkjugötu, vestur austurgötu, austur Túngötu, stoppað við Höfðaborg, upp og niður Kárastíg og þaðan niður í stað.
Lágmörkum bílaumferð þetta kvöld. Biðjum aðkomufólk að leggja við Höfðaborg og slást með í för fótgangandi þaðan.
20:30-22:00, varðeldur og fjörutónleikar. Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma fram. Magnús Kjartan úr Stuðlabandi leiðir brekkusöng. Sykurpúðar fyrir börnin.
Nammisala og sjálflýsandi partýdót til sölu í Retro Mathúsi. Tilboð á barnum.
23:00-03:00, stórdansleikur í Höfðaborg með Stuðlabandinu. Húsið opnar kl. 23:00.Verð 4500 kr. á tix.is í forsölu og 5000 kr. við hurð. 18 ára aldurstakmark.