Bæjarhátíð vegna 75 ára afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar

Fjallabyggð býður gestum og gangandi til afmælisveislu í tilefni af 75 ára afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar, laugardaginn 1. ágúst. Veislan verður haldin í Strandgötu í Ólafsfirði beint á móti Pálshúsi. Boðið verður upp á kaffi, tertu, grillaðar pylsur og drykki.

Lifandi tónlist og hoppukastalar verða fyrir börnin.

Í Menningarhúsinu Tjarnarborg kl. 16:00 verður flutt brot úr leikritinu „Horfðu glaður um öxl“ eftir Guðmund Ólafsson.