Badminton æfingar byrjaðar á Siglufirði

Tennis og Badmintonfélag Siglufjarðar hefur hafið æfingar fyrir veturinn. Krakkar í 5. og 6. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar æfa þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17-18. Krakkar í 7-10 bekk æfa þriðjudaga og fimmtudaga kl.18-19.

5. bekkurinn sem er byrjendahópur mætir þriðjudaginn 17. september kl. 17. Þeir nemendur sem æfa veturinn fá gefins spaða frá félaginu í lok októbersmánaðar.