Eigendur Sigló hótels á Siglufirði hafa sótt um leyfi til að byggja baðhús og heitan pott ásamt útigeymslu á lóð sinni við Snorragötu 3. Þá hafa þeir óskað eftir stækkun lóðar sinnar til suðurs, en skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt þessar breytingar.
Hótelið áætlar að opna í júní í sumar og verður þetta mjög góð viðbót við atvinnulífið í Fjallabyggð.