B-lið Blakfélags Fjallabyggðar fékk gull

Fimm lið frá Blakfélagi Fjallabyggðar hafa lokið móti á Mosöld, öldungamótinu í blaki. Bestan árangur náði BF-B í karlaflokki en þeir unnu sína deild, þeir spiluðu sex leiki og töpuðu aðeins einum leik. BF-A í karlaflokki lék í mjög jafnri deild og enduðu með 9 stig um miðja deild og vantaði aðeins tvö stig til að enda efstir. Liðið tapaði báðum leikjum sínum á öðrum keppnisdegi 2-1 en vann lokaleikinn í gær 2-1.

Kvennalið BF-1 spilaði í 4. deild og enduðu í þriðja neðsta sæti í mjög jafnri deild. Þær unnu tvo leiki og töpuðu fjórum og enduðu með 7 stig.

BF-2 spilaði í 6. deild A kvenna. Þær áttu gott mót og enduðu í þriðja efsta sæti með jafnmörg stig og Hrunamenn. Þær unnu fjóra af sex leikjum sínum.

BF-3 spilaði í 8. deild B kvenna. Þær enduðu í þriðja neðsta sæti með sex stig. Þær unnu tvo leiki og töpuðu fjórum.