Áveitan ehf bauð lægst í skolpdælubrunna í Fjallabyggð

Þann 12. apríl síðastliðinn voru opnuð tilboð í Fjallabyggð fyrir skolpdælubrunna, vél-, raf- og stjórnbúnað. Tvö tilboð bárust, en kostnaðaráætlun var 24.860.000 kr.  Bæjarráð Fjallabyggð hefur lagt til að samið verði við lægstbjóðenda í verkið.

Tilboðin sem komu voru:

  • Varma og vélaverk ehf. bauð kr. 21.294.381
  • Áveitan ehf. kr. 18.985.200.

Siglufjörður