Austin Diaz til KF (Staðfest)

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur fengið til sín erlendan leikmann og er hann kominn með leikheimild með liðinu. Þetta mun vera Austin Diaz sem kemur frá Bandaríkjunum og er hann fæddur árið 1992 og verður 26 ára þann 18. ágúst næstkomandi. Hann hefur ekki áður spilað á Íslandi, en er skráður sem miðjumaður og hefur spilað í háskóladeildum í Bandaríkjunum. Hann kemur frá bænum Smithfield í Road Island.

Austin hefur lært Sálfræði meðfram því að spila fótbolta og á eldri bróður. Foreldrar hans eru þau Lauren og Joe Diaz.  Hann mun vonandi vera skapandi í leik sínum hjá KF og skora nokkur mörk í síðustu 8 leikjum deildarinnar.

Austin Dias