Sannarlega hefur úrkoman og vindurinn síðasta sólarhring haft talsverð áhrif á Norðurlandi eystra. Nú í morgun féllu tvær aurskriður á veginn um Dalsmynni, Fnjóskadalsveg eystri (835), og er hann lokaður frá gatnamótunum við Grenivíkurveg í norðri og við Þverá í suðri og verður svo, a.m.k til fyrramáls en þá verður staðan endurmetin.
Myndin sem fylgir fréttinni er tekin nú í morgun við aðra skriðuna.