Aukning gesta á Skíðasvæðinu Tindastóli

Samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmönnum skíðasvæðisins í Tindastóli við Sauðárkrók voru 94 opnunardagar á vertíðinni 2016-17 og um 6700 gestir. Á síðasta skíðatímabili, veturinn 2015-16 voru 89 opnunardagar og 5860 gestir. Á skíðavertíðinni 2014-15 var aðeins opið í 65 daga vegna veðurs og voru gestir því aðeins 3200 sem fóru í lyftuna og 450 sem nýttu sér töfrateppið. Þetta ár var fjárfest í töfrateppinu sem á eftir að draga fjölda iðkenda að svæðinu næstu árin. Veturinn 2013-14 voru alls 100 opnunardagar en aðeins 4095 gestir sem var langt undir  væntingum rekstaraðila. Upplýsingar þessar má finna í ársskýrslum Tindastóls síðustu ára.