Aukning á gistinóttum á hótelum á Norðurlandi í nóvember

Gistinætur á hótelum á Norðurlandi í nóvember síðastliðnum voru alls 12.070, sem er 15% aukning frá nóvembermánuði árið 2016.  Á tímabilinu desember 2016 til nóvember 2017 voru gistinætur á hótelum á Norðurlandi alls 296.375, en voru 281.652 frá 2015-2016, og er því aukning um 5%.

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Heimild: hagstofa.is