Aukinn systkinaafsláttur í Fjallabyggð

Fjallabyggð hefur nú aukið afslátt fyrir foreldra með börn í leik- og grunnskóla og í lengdri viðveru, ekki er þó veittur afsláttur af fæðisgjaldi.  Systkinaafsláttur er veittur að því tilskildu að börn og forráðamenn eigi öll lögheimili í Fjallabyggð.  Einstæðir foreldrar fá 30% afslátt af leikskólagjaldi fyrsta barns. Í fyrsta sinn er nú tengdur afsláttur á milli leikskóla og lengdrar viðveru.  Yngsta barn greiðir fullt gjald.

Systkinaafsláttur er sem segir:

  • 50 % afsláttur vegna 2. barns
  • 75 % afsláttur vegna 3. barns
  • 100 % afláttur vegna 4. barns og þar umfram
  • Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjaldi