Verkefninu Hátindur 60+ í Fjallabyggð er ætlað að stuðla að vellíðan fólks á aldrinum 60+  með skilvirkri þjónustu og afþreyingu bæði fyrir líkama og sál.  Verkefnið færir velferðarþjónustu í nútímalegra horf með sjálfbærni og tryggir lífsgæði þeirra sem þjónustunnar njóta.

Hátindur 60+ er heiti á þróunarverkefni í þjónustu við fullorðna íbúa Fjallabyggðar sem hefur að leiðarljósi samþættingu félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu, nýsköpun og heilsueflingu fullorðinna íbúa Fjallabyggðar.

Hátindur 60+ er samvinnuverkefni Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Heilbrigðis- og velferðarklasa Norðurlands (Veltek).

Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir er fengin í tímabundna verktöku í þessu þróunarverkefni. Helstu verkefni hennar sem verkefnastjórnandi eru að skipuleggja og koma til framkvæmda áherslum og stefnumiðum verkefnisins.