Ástæða þykir til að skerpa enn frekar á sóttvörnum í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar í ljósi þess hve hratt smitum hefur fjölgað á landinu að undanförnu.

Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar, beinir eftirfarandi tilmælum til starfsfólks leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar:

  • Stöðugt verði minnt á eins metra regluna.
  • Reglulega skuli minnt á persónulegar sóttvarnir og aukin þrif.
  • Allir fullorðnir sem í skólana koma spritti hendur við komu og noti grímu verði ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.
  • Foreldrar leikskólabarna komi eingöngu í forstofur.
  • Skólaþjónustan mun halda áfram þannig að hver starfsmaður fari eingöngu í einn skóla á dag, ekki er grímuskylda í vinnu með börnum, fundir verði fjarfundir þar sem því verður við komið og grímuskylda er á fundum ef rými eru lítil og ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.
  • Mælst er til þess að starfsfólk fari ekki á landsvæði þar sem nýgengi smita er hátt nema brýna nauðsyn beri til.
  • Útleigu á grunnskólum verði tímabundið hætt. Ákvörðunin verður endurskoðuð 23. október.