Auka þarf þrýsting á slökkvivatni í Ólafsfirði
Fjallabyggð leitaði ráðgjafar og lausnar hjá VSÓ verkfræðistofu vegna vatnsþrýstings og slökkvivatns í Ólafsfirði. VSÓ verkfræðistofa hefur lagt til hönnun til þess að auka vatnsþrýsting og slökkvivatn á kerfinu í Ólafsfirði upp að 5 börum, en til þess þurfi að setja þrýstijafnara á neðri vatnstank í Ólafsfirði. Lagt hefur verið til að farið verði í framkvæmdir í maí mánuði á næsta ári.
Áætlaður kostnaður vegna þessa framkvæmda er um 5-7 milljónir króna.