Auglýst eftir verslunarstjóra í Kjörbúðinni Siglufirði

Kjörbúðin Siglufirði leitar að jákvæðum, ábyrgðarfullum og kraftmiklum verslunarstjóra sem hefur gaman af mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 9. febrúar 2019.   Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Heiðari Róberti rekstrarstjóra Kjörbúða – heidar@samkaup.is.

Hæfniskröfur: 

  • Marktæk reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi hjá verslunar- og/eða þjónustufyrirtækjum.
  • Styrkleiki í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árverkni í hvívetna.