Slökkvilið Fjallabyggðar auglýsir lausa til umsóknar stöðu varaslökkviliðsstjóra. Um er að ræða 20% stöðugildi þar sem unnið er í samráði við slökkviliðsstjóra ásamt útköllum og verkefnum sem geta komið upp auk æfinga. Æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu í Ólafsfirði.

Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2023.

Nánari upplýsingar veitir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri, í síma 464-9100 eða með tölvupósti slokkvilid@fjallabyggd.is

Nánar má lesa á vef Fjallabyggðar.