Auglýst eftir sóknarpresti í Ólafsfjarðarprestakalli

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Ólafsfjarðarprestakalli, Eyjafjarðar og Þingeyjarprófastsdæmi. Í Ólafsfjarðarprestakalli er ein sókn, Ólafsfjarðarsókn. Í prestakallinu eru tvær kirkjur, Ólafsfjarðarkirkja og Kvíabekkjarkirkja.

Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing er varða m.a. Ólafsfjarðarprestakall og sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudagsins 7. júlí 2020.

Hægt er að sækja um stöðuna hér.