Eftir niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Skagafirði er ljóst að meirihluti Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna heldur.  Núverandi meirihlutaflokkar hafa tekið ákvörðun um að endurnýja samstarfssamning flokkanna fyrir næstu 4 ár. Næstu daga verður unnið að gerð nýs málefnasamnings sem verður kynntur þegar hann liggur fyrir.

Flokkarnir hafa þegar boðið Byggðalistanum (L) sem fékk 2 menn kjörna í sveitarstjórn aðkomu að nýjum meirihluta en því tilboði var hafnað.

Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar undanfarin 8 ár gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa á þeim vettvangi og verður því auglýst eftir nýjum sveitarstjóra.

Þetta kemur fram á vef Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.