Auglýst eftir markaðs- og menningarfulltrúa í Fjallabyggð

Fjallabyggð hefur auglýst eftir markaðs- og menningarfulltrúa í 100% starf.  Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingi til starfa. Markaðs-og menningarfulltrúi starfar undir deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningamála.

Meginviðfangsefni markaðs- og menningarfulltrúa:

  • Kynningar og markaðsmál
  • Upplýsingamál og almannatengsl
  • Viðburðir
  • Atvinnu- og ferðamál
  • Menningarmál

Umsóknir skulu hafa borist bæjarskrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði 580, eigi síðar en föstudaginn 6. maí 2016.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi.

Frekari upplýsingar veita Kristinn J. Reimarsson, deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, netfang: kristinn@fjallabyggd.is og Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, netfang; gunnarb@fjallabyggd.is sími 464 ‐9100.

Nánari upplýsingar um starfið er að finna á vef http://www.fjallabyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/fjallabyggd-auglysir-eftir-markads-og-menningarfulltrua-i-100-starf.